Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mið 08. maí 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Real Madrid leiðir kapphlaupið um Mastantuono
Mynd: Getty Images
Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því að spænska stórveldið Real Madrid leiðir núna kapphlaupið um argentínska táninginn Franco Mastantuono.

Mastantuono er aðeins 16 ára gamall en hann er með riftunarákvæði sem er 45 milljón evra virði í samningi sínum við River Plate.

Hann er eftirsóttur af stórveldum á borð við PSG, Barcelona og Manchester City en Real Madrid virðist leiða kapphlaupið.

Félagið er að reyna að semja við River Plate um greiðsludreifingu á 45 milljónunum, en leikmaðurinn myndi ekki skipta yfir til Real Madrid fyrr en eftir 18. afmælisdaginn sinn sem er eftir rúmlega tvö ár.

Mastantuono hefur skorað tvö mörk í ellefu leikjum með aðalliði River Plate, en hann hefur yfirleitt komið inn af bekknum og spilað rétt yfir 400 mínútur í heildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner