Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mið 08. maí 2024 18:49
Brynjar Ingi Erluson
Sambandsdeildin: Fiorentina í úrslit annað árið í röð
Mynd: EPA
Club Brugge 1 - 1 Fiorentina (3-4, samanlagt)
1-0 Hans Vanaken ('20 )
1-1 Lucas Beltran ('85 , víti)

Fiorentina er komið í úrslit Sambandsdeildar Evrópu eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Club Brugge í Belgíu í kvöld.

Flórensarliðið vann fyrri leikinn 3-2 og þurfti því aðeins að gera jafntefli í kvöld til að komast áfram.

Hans Vanaken, einn besti maður Brugge, skoraði fyrir heimamenn á 20. mínútu leiksins og jafnaði einvígið.

Fiorentina var töluvert betri aðilinn og skaut meðal annars í stöng og slá þegar fimmtán mínútur voru eftir. Það var ekki fyrr en á 82. mínútu er Brandon Mechele braut af sér í teig Brugge sem Fiorentina tókst að loka leiknum.

Lucas Beltran fór á punktinn og skaut Fiorentina áfram í úrslitaleikinn.

Fiorentina mætir Aston Villa eða Olympiakos í úrslitum. Þetta verður annað árið í röð sem Fiorentina spilar til úrslita í þessari keppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner