Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
Óli Kristjáns: Væri frekja að vera að biðja um eitthvað meira
Gunnar um þriðja markið: Það drap okkur
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
   mið 08. maí 2024 22:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Sneri til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind gerði nýverið tveggja ára samning við Val.
Berglind gerði nýverið tveggja ára samning við Val.
Mynd: Valur
„Það er ótrúlega gaman að vera komin aftur til baka og frábært að hafa fengið nokkrar mínútur," sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sóknarmaður Vals, eftir sigur í Keflavík í Bestu deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Valur

Berglind var í kvöld að spila sinn fyrsta fótboltaleik eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Hún samdi nýverið við Val og ætlar að spila með Hlíðarendafélaginu í sumar.

„Ég ætla fyrst og fremst að vinna báða titlana með liðinu. Auðvitað vil ég skora fullt af mörkum og þannig, en ég verð líka að vera raunsær. Ég er að koma til baka eftir barneign og það tekur smá tíma. Það er ekkert grín að koma til baka eftir barnsburð. Það er ógeðslega erfitt en það er gott að maður er með klikkaðan haus í þetta."

„Fyrst og fremst ætla ég að reyna að komast í frábært stand og svo vonandi hringir Steini (landsliðsþjálfari)."

Valdi Val fram yfir Breiðablik
Berglind er 32 ára og hefur skorað tólf landsliðsmörk í 72 leikjum. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við Val, en hún lék síðast á Íslandi sumarið 2020 með Breiðabliki og skoraði þá tólf mörk í níu leikjum. Breiðablik reyndi líka að fá hana en hún valdi að fara í Val frekar.

„Það voru fleiri félög hérlendis og erlendis (sem sýndu áhuga) en ég átti frábæran fund með Pétri og Öddu (þjálfurum Vals) og var gríðarlega spennt fyrir þessu skrefi," segir Berglind.

„Ég var í samskiptum við Breiðablik en Valur sýndi töluvert meiri áhuga. Ég er virkilega ánægð með þetta skref."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Berglind ræðir nánar um endurkomuna á völlinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner