Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mið 08. maí 2024 16:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þetta hefur svo mikil áhrif"
Pálmi Rafn spilaði sinn fyrsta deildarleik í Kórnum.
Pálmi Rafn spilaði sinn fyrsta deildarleik í Kórnum.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Tómas Þór og fyrrum varamarkvörður Víkings, Þórður Ingason.
Tómas Þór og fyrrum varamarkvörður Víkings, Þórður Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
'Það setur eitthvað aftan í hausinn á mönnum þegar tvítugur varamarkvörður sem er að spila sinn annan meistaraflokksleik (kemur inn)'
'Það setur eitthvað aftan í hausinn á mönnum þegar tvítugur varamarkvörður sem er að spila sinn annan meistaraflokksleik (kemur inn)'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liðsval Víkinga gegn HK var til umræðu í Innkastinu þar sem 5. umferð Bestu deildarinnar var gerð upp. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum neðst og í öllum hlaðvarpsveitum.

Það vakti athygli að leikmenn eins og Nikolaj Hansen, Aron Elís Þrándarson og Ari Sigurpálsson væru á bekknum en mesta athygli vakti að Pálmi Rafn Arinbjörnsson hefði fengið kallið í markið. Ingvar Jónsson var á bekknum.

Lestu um leikinn: HK 3 -  1 Víkingur R.

„Það er búið að tala um vanmat, jafnvel nota orðið hroka og ég veit ekki hvað og hvað," sagði Elvar Geir.

„Ef horft er á liðsvalið úti á velli finnst mér ekkert að því, þetta er ekkert eðlilega sterkt lið og þú ert að spila á móti HK, með fullri virðingu, mér finnst allt í lagi að rótera liðinu og jafnvel nauðsynlegt. En það að þú látir varamarkmanninn í markið, ég set spurningamerki við það. Þá skil ég tal um hroka og vanmat. Liðið úti á velli, það er erfitt að benda á eitthvað þar, en varamarkmaðurinn er kannski ástæðan fyrir því að umræðan var eins og hún var eftir leikinn," sagði fyrrum markvörðurinn og markmannsþjálfarinn Valur Gunnarsson.

„Kannski smitar þetta út frá sér, óbeint, inn í hópinn þó að það eigi ekki að gera það," velti Elvar fyrir sér.

Valur vildi ekki benda á Pálma í neinum af mörkunum en Tómas Þór skaut þá inn í að Pálmi hefði átt að verja skotið sem Atli Þór Jónasson tók og endaði í netinu. Það kom HK yfir í leiknum.

„Þetta hefur svo mikil áhrif, það er allt annar strúktúr með ungan varamarkmann í markinu heldur en Ingvar Jónsson myndi maður ætla," sagði Valur.

Tómas tjáði sig svo um liðsvalið. „Þó það nú væri að liðið með besta leikmannahópinn á landinu geri breytingu fyrir leik á móti lélegasta liðinu á landinu. Nóg er búið að tala um að HK geti ekki spilað fótbolta. En með varamarkmanninn... hann er nýbúinn að spila leik (bikarleik gegn Víði), hann er væntanlega að fara spila eftir nokkra daga (leikinn gegn Grindavík í 16-liða úrslitum bikarsins eftir rúma viku). Útskýringin var að gefa honum leiki svo hann yrði klár ef að Ingvar skyldi meiðast."

„Kannski er það algjört bull en þegar ég horfi á þetta fannst mér þetta snúast miklu meira um það - Pálmi er meiri nútímamarkmaður heldur en Ingvar - að hann (Pálmi) ætti að vera gefa boltann. Ef ég hef verið staðfastur á einhverju í gegnum tíðina. þetta heitir markVörður. Þú byrjar þar. Svo máttu byrja vera eitthvað rosa góður í löppunum. Þetta fyrsta mark, hversu lengi var hann niður?"

„Ég er sammála Val með það að Víkingsliðið er alveg vant því að gera breytingar, ég tala nú ekki um þegar þeir fara í lið sem þeir halda að þeir muni rústa. En það setur eitthvað aftan í hausinn á mönnum þegar tvítugur varamarkvörður sem er að spila sinn annan meistaraflokksleik (kemur inn),"
sagði Tómas.


Innkastið - Gylfasýning og óvæntustu úrslit sumarsins
Athugasemdir
banner
banner