Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mið 08. maí 2024 20:26
Brynjar Ingi Erluson
Þórdís Elva kom við sögu í tapi
Þórdís Elva kom inn af bekknum í 3-0 tapi
Þórdís Elva kom inn af bekknum í 3-0 tapi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórdís Elva Ágústsdóttir og stöllur hennar í Växjö töpuðu fyrir Häcken, 3-0, í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Häcken skoraði öll mörkin í fyrri hálfleiknum og varð róðurinn þungur fyrir heimakonur eftir það.

Þórdís Elva byrjaði á bekknum en kom inn á þegar hálftími var eftir af leiknum.

Þetta var aðeins annað tap Växjö í deildinni en það er með níu stig úr fimm leikjum.

Bryndís Arna Níelsdóttir var ekki með Växjö en hún er að jafna sig eftir viðbeinsbrot. Hún verður líklega ekki meira með liðinu í þessum mánuði og er algerlega óvíst hvort hún nái landsliðsverkefninu í lok maí og byrjun júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner