Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mið 08. maí 2024 13:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Var settur í frystinn á Selfossi - „Vandræðalegt að þú getir ekki hringt til baka"
Gary Martin.
Gary Martin.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss.
Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spilar á Ólafsvík í sumar.
Spilar á Ólafsvík í sumar.
Mynd: Víkingur Ó.
Englendingurinn Gary Martin gekk fyrir stuttu í raðir Víkings í Ólafsvík og mun hann spilar þar í sumar. Hann byrjaði á því að skora og leggja upp tvö mörk í sínum fyrsta leik með félaginu um síðustu helgi.

Gary hafði leikið með Selfossi frá 2021 og gert fína hluti þar, en Selfoss féll úr Lengjudeildinni síðasta sumar og spilar í 2. deild núna. Eftir að síðasta tímabili lauk, þá var tekin ákvörðun um það á Selfossi að Gary yrði ekki áfram þar.

Í nýju viðtali við Chess After Dark þá ræddi Gary um viðskilnaðinn við Selfoss en hann vandar Bjarna Jóhannssyni, þjálfara liðsins, ekki kveðjurnar. Bjarni tók við Selfossi í vetur og stýrir núna liðinu í 2. deild.

„Það kom ekkert áhugavert upp og ég ætlaði að vera áfram á Selfossi. Ég var með vinnu sem ég hafði gaman að og var með samning í eitt ár í viðbót," segir Gary en hann elskar að búa á Selfossi, elskar bæinn. „Ég fékk ekki að æfa og fékk ekki að spila á undirbúningstímabilinu. Ég var skilinn eftir heima þegar þeir fóru í æfingaferð."

„Ég veit ekki alveg hvað gerðist. Í janúar sendi ég þjálfaranum skilaboð og spurði hvenær ég ætti að koma til baka. Ég hringdi í hann tvisvar og hann svaraði ekki. Þá var samband okkar dautt. Ég var aldrei þá að fara að spila fyrir hann. Þú getur þá ekki treyst á mig til að halda starfinu. Það kostar ekkert að sýna þá virðingu að svara skilaboðum. Það er vandræðalegt að þú getir ekki hringt til baka."

Hann sagði frá því í þættinum hvernig hann varð leikmaður Víkings stuttu fyrir mót.

„Þorsteinn, sem vinnur fyrir Ólafsvík, var í ræktinni á Selfossi. Bjarni Jó gekk að honum og spurði hvort þeir vildu fá mig og borga 50 prósent af laununum? Það er gott fólk á Selfossi sem hefur gert mikið fyrir mig, allt til að laga mörg vandamál. En svona var ég boðinn til Ólafsvíkur. Frekar vandræðalegt. Ólafsvík gerði mikið til að fá mig og ég ætla að reyna að gera allt sem ég get til að borga til baka," segir Gary.

Má ekki spila gegn Selfossi
Hann sagði einnig frá því að það væri hluti af samningnum að hann mætti ekki spila gegn Selfossi í sumar, en þessi lið ætla sér bæði að berjast á toppnum.

„Ég get ekki sagt hvað Selfoss er að borga mér mikið, en þeir eru að spara pening með þessu. Svona er þetta. Þeir vilja mig ekki sem leikmann en samt má ég ekki spila gegn þeim. Mér finnst það mjög skrítið. Ef ég er ekki nógu góður og þú vilt mig ekki, leyfðu mér þá að spila. Ég er ekki að tala illa um stjórnina, þeir hafa margir gert vel fyrir mig. Ég hef aldrei talað við þjálfarann sem er núna. Kannski tók félagið ákvörðunina því þeir vilja spila ungu leikmönnunum, ég veit það ekki."

Hann segir í viðtalinu að hann hafi verið mjög áhugasamur um að spila fyrir Fram eða FH í Bestu deildinni. Fram hafi verið spennandi möguleiki út af sambandi hans við Rúnar Kristinsson, þjálfara liðsins, en það gekk á endanum ekki eftir.

Gary kom fyrst til Íslands árið 2010 og sló í gegn með ÍA. Hann hefur einnig spilað með KR, Víkingi, Val, ÍBV og Selfossi hér á landi. Núna ætlar hann að reyna að hjálpa Ólsurum að komast upp úr 2. deild.


Athugasemdir
banner
banner