Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 09. apríl 2018 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Úrslitaleikurinn sýndur beint
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lengjubikarinn fer að líða undir lok og styttist óðfluga í fyrstu leiki sumarsins.

Í kvöld eru tveir leikir á dagskrá í Lengjubikarnum þar sem Íslandsmeistararnir mæta Grindvíkingum í úrslitaleik A-deildar.

Bæði lið hafa staðið sig feykivel á undirbúningstímabilinu eftir gott fyrrasumar. Valur rúllaði þá upp Pepsi-deildinni og voru Grindvíkingar lengi viðriðnir baráttuna um annað sætið á sínu fyrsta tímabili aftur í Pepsi.

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og mikilvægur liður í upphitun fyrir Íslandsmótið.

Afturelding mætir þá Kára í undanúrslitaleik B-deildarinnar í Mosfellsbæ. Sigurliðið mætir Völsungi í úrslitum eftir sigur liðsins á Gróttu í langdreginni vítaspyrnukeppni.

Lengjubikar karla - A deild - Úrslit
19:30 Valur-Grindavík (Eimskipsvöllurinn)

Lengjubikar karla - B deild - Úrslit
20:00 Afturelding-Kári (Varmárvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner