Arda Guler á óskalista Liverpool - Fulham hefur áhuga á Chalobah - Hættir Man Utd við Branthwaite? - Velur Real Madrid fram yfir stórlið á Englandi
   sun 09. júní 2024 15:40
Elvar Geir Magnússon
Rotterdam
Ísland æfir í Pottinum í Rotterdam
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið er í þessum skrifuðu orðum að æfa á De Kuip leikvangnum í Rotterdam þar sem leikið verður gegn Hollandi á morgun.

Um er að ræða heimavöll Feyenoord en leikvangurinn var upphaflega vígður 1937. Hann hefur gengið í gegnum nokkrar endurbætur síðan.

Hollenska landsliðið hefur spilað heimaleiki á vellinum alveg frá því hann var vígður. Úrslitaleikur Þjóðadeildarinnar í fyrra var leikinn á vellinum, Spánn vann Króatíu í vítakeppni eftir markalausan leik.

De Kuip, eða Potturinn, er sögufrægur völlur og er oft á listum yfir skemmtilegustu leikvanga Evrópu enda myndast þar oftast góð stemning.

Hann tekur um 50 þúsund áhorfendur en mikil umræða hefur verið um að byggja nýjan leikvang enda er De Kuip að mörgu leyti barn síns tíma.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner