Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 09. september 2014 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ashley Williams vill sjá Wales komast á EM
Mynd: Getty Images
Ashley Williams, varnarmaður og fyrirliði velska landsliðsins, er bjartsýnn þegar það kemur að undankeppni EM 2016.

Williams er 30 ára og talinn einn besti miðvörður ensku deildarinnar og hefur verið leikmaður Swansea frá 2008.

Wales er í áhugaverðum riðli í undankeppni EM þar sem fyrsti leikur er gegn smáþjóðinni Andorra, en Kýpur er einnig í riðlinum. Sterkustu lið riðilsins eru Belgía og Bosnía Hersegóvína og þá er Ísrael einnig með.

,,Okkur hefur ekki tekist að komast á stórmót af mörgum ástæðum en það hefur verið lagt gríðarlega mikið í þennan leikmannahóp sem við erum með núna," sagði fyrirliðinn.

,,Þessi hópur hefur verið mjög umtalaður og vonandi tekst okkur loksins að komast á stórmót. Framtíðin er björt fyrir velska landsliðið en mér líður eins og núna sé rétti tíminn til að komast á stórmót.

,,Við höfum spilað saman lengi og kunnum vel á hvorn annan. Við eigum marga öfluga leikmenn sem hafa byrjað þetta tímabil vel með sínum félagsliðum."


Í landsliðshóp Wales eru leikmenn á borð við Joe Ledley, Joe Allen, Aaron Ramsey og Gareth Bale.
Athugasemdir
banner
banner
banner