Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 09. október 2015 18:00
Magnús Már Einarsson
Maggi Lú leggur skóna á hilluna
Magnús Már Lúðvíksson.
Magnús Már Lúðvíksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már Lúðvíksson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

Magnús Már var spilandi aðstoðarþjálfari hjá Fram í 1. deildinni í sumar.

„Ég fór fram á það að losa mig undan samning frá Fram þar sem ég ætla að leggja skóna á hilluna. Þá getur nýr þjalfari (Ásmundur Arnarsson) valið sér sinn aðstoðarmann," sagði Magnús við Fótbolta.net.

Hinn 34 ára gamli Magnús Már er uppalinn hjá KR en hann varð Íslands og bikarmeistari með liðinu 2011 sem og bikarmeistari árið 2012.

Magnús Már lék síðan með Val 2013 og 2014 áður en hann gekk í raðir Fram.

Magnús spilaði einnig með ÍBV og Þrótti á árum áður á ferli sínum auk þess sem hann lék um tíma í Noregi.
Athugasemdir
banner
banner