Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 09. desember 2014 10:10
Magnús Már Einarsson
Kristján Guðmunds spáir í leiki kvöldsins í Meistaradeildinni
Nær Gerrard að leiða Liverpool til sigurs?
Nær Gerrard að leiða Liverpool til sigurs?
Mynd: Getty Images
Juventus fær Atletico Madrid í heimsókn.
Juventus fær Atletico Madrid í heimsókn.
Mynd: Getty Images
Leverkusen er á toppi C-riðils fyrir kvöldið.
Leverkusen er á toppi C-riðils fyrir kvöldið.
Mynd: Getty Images
Dortmund er á góðri leið með að vinna D-riðilinn.
Dortmund er á góðri leið með að vinna D-riðilinn.
Mynd: Getty Images
Lokaumferðin í Meistaradeild Evrópu fer fram í dag og á morgun og mikil spenna er í mörgum riðlum.

Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, er búinn að spá í leikina í lokaumferðinni fyrir Fótbolta.net.

Hér að neðan má sjá spá Kristjáns og stöðuna í riðlunum fyrir leiki kvöldsins. Athugið að innbyrðis viðureignir gilda ef lið enda jöfn að stigum.

A-riðill:
1. Atletico Madrid 12 stig
2. Juventus 9 stig
3. Olympiakos 6 stig
4. Malmö 3 stig

Juventus 1 - 1 Atletico Madrid
Þetta verður mjög jafn leikur þar sem stigið tryggir Juve áfram og Atletico efsta sætið. Jafntefli er niðurstaða sem bæði lið sætta sig vel við.

Olympiakos 2 - 1 Malmö
Þetta verður spennandi leikur. Olympiakos á veika von um að komast áfram úr riðlinum með góðum sigri ef Juve tapar en á hinn bóginn á Malmö möguleika á Euro league sæti sem þeir hafa sett stefnuna á með sigri í Grikklandi. Grunar þó að heimavöllurinn hafi það að þessu sinni.

B-riðill:
1. Real Madrid 15 stig
2. Basel 6 stig
3. Liverpool 4 stig
4. Ludogorets 4 stig

Liverpool 1 - 1 Basel
Úrslitaleikur um annað sætið í riðlinum þar sem Basel dugar jafntefli. Basel hvíldi flesta af sínum lykilleikmönnum um helgina og koma ákveðnir til leiks á Anfield því þeir vita að heimavöllurinn mun hjálpa leikmönnum Liverpool gríðarlega en þó ekki nóg. Jafntefli 1-1 eftir spennutrylli.

Real Madrid 2 - 0 Ludogorets
Real munu leyfa aukaleikurum að spila þennan leik gegn Ludogorets sem á möguleika á Euro League sæti með sigri. Þrátt fyrir að Real spili með veikara lið þá munu þeir sigra leikinn og klára riðilinn með fullu húsi.

C-riðill:
1. Bayer Leverkusen 9 stig
2. Monaco 8 stig
3. Zenit St. Pétursborg 7 stig
4. Benfica 4 stig

Benfica 1 - 2 Bayer Leverkusen
Að engu að stefna hjá Benfica sem hafa verið afspyrnu slakir í MD í vetur en allt undir hjá Bayer sem ætla sér að tryggja efsta sætið í riðlinum. Benfica munu gefa ungum leikmönnum reynslu af að spila leik sem þennan og Bayer sækir af krafti frá fyrstu mínútu og hefur sigurinn. Verulega spennandi Leverkusen lið í ár.

Monaco 1 - 0 Zenit St. Pétursborg
Gríðarlega erfitt að spá fyrir um þennan leik. Jafntefli dugar Monaco til að komast áfram í 16 liða úrslit á meðan Zenit þarf að sigra leikinn til að komast áfram. Ef svo ólíklega vill til að Benfica vinnur hinn leikinn í riðlinum þá tryggir sigurvegarinn úr þessum leik sér efsta sæti riðilsins, sannarlega spenna hér.

D-riðill:
1. Dortmund 12 stig
2. Arsenal 10 stig
3. Anderlecht 5 stig
4. Galatasaray 1 stig

Dortmund 2 - 0 Anderlecht
Leikmenn Dortmund eru að koma til baka eftir meiðslahrinu og Anderlecht öruggir í Europa League. Öruggur sigur heimamanna í Dortmund mun tryggja þeim efsta sæti riðilsins. Guli veggurinn verður í Gluwein stemmningu!

Galatasaray 2 - 1 Arsenal
Arsenal munu reyna allt til að vinna leikinn og treysta á hagstæð úrslit í Dortmund til að tryggja sér efsta sætið í riðlinum. Gala hinsvegar hafa verið daprir fram að þessu og mæta ljóngrimmir til leiks til að ná í sinn fyrsta og eina sigur í keppninni í ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner