Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 09. desember 2014 14:10
Magnús Már Einarsson
Sigmar Ingi í viðræðum við Fram
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Markvörðurinn Sigmar Ingi Sigurðarson hefur átt í viðræðum við Fram en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

Sigmar Ingi er á förum frá Haukum en hann æfði með Fram í síðustu viku.

,,Ég hef rætt við þá og líst vel þeirra plön," sagði Sigmar Ingi við Fótbolta.net í dag.

Sigmar Ingi er þrítugur en hann kom til Hauka frá Breiðabliki fyrir tveimur árum síðan.

Sigmar er uppalinn Bliki en hann hefur einnig leikið með ÍH og Hvöt á ferli sínum.

Markvörðurinn ungi Hörður Fannar Björgvinsson fór frá Fram til KR á dögunum.

Þá er óvíst hvort Denis Cardaklija haldi áfram en hann varði mark liðsins undir lok móts.
Athugasemdir
banner