Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 10. janúar 2017 18:30
Elvar Geir Magnússon
Subotic til Liverpool?
Subotic í leik með Dortmund.
Subotic í leik með Dortmund.
Mynd: Getty Images
Þær sögusagnir að Serbinn Neven Subotic gæti farið til Liverpool verða enn háværari. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var þjálfari Subotic hjá Borussia Dortmund.

Klopp hafði áhuga á miðverðinum í sumar en félagaskipti á Anfield urðu þá ekki að veruleika.

Umboðsmaður Subotic, Frieder Gamm, neitar að útiloka það að skjólstæðingur sinn yfirgefi Dortmund í þessum mánuði.

„Klopp hefur verið lærifaðir minn í níu ár. Hann hefur alltaf sýnt mér stuðning og traust. Ég hef átt magnaða tíma með honum og Dortmund. Ég verð honum ávallt þakklátur fyrir það. Hann var og er mikilvægur einstaklingur í mínu lífi og ég skulda honum mikið," segir Subotic.

Arsenal, Everton og Middlesbrough hafa einnig áhuga á þessum 28 ára leikmanni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner