Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 10. janúar 2018 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: ÍA 
Markakóngur 3. deildar í ÍA (Staðfest)
Alexander Már, Birgir Steinn og Marinó Ásgeir.
Alexander Már, Birgir Steinn og Marinó Ásgeir.
Mynd: ÍA
Alexander Már Þorláksson er búinn að semja við ÍA og mun leika með liðinu í Inkasso-deildinni næsta sumar.

Alexander er fæddur árið 1995 og er uppalinn í ÍA. Hann hefur á liðnum árum spilað með Fram, KF og Hetti og á síðasta tímabili skoraði hann 17 mörk í 18 leikjum með Kára. Með því varð hann markakóngur 3. deildar og hjálpaði hann Kára að vinna deildina.

ÍA nýtti tækifærið og samdi við tvo aðra leikmenn sem hafa einnig leikið með Kára, Birgi Stein Ellingsen og Marinó Hilmar Ásgeirsson.

„Það er jákvætt að Alexander Már, Birgir Steinn og Marinó Hilmar skuli hafa skrifað undir samning við ÍA til næstu tveggja ára. Þetta eru allt efnilegir og duglegir leikmenn sem hafa mikinn metnað. Þeir munu án vafa styrkja leikmannahóp okkar fyrir komandi tímabil." sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Athugasemdir
banner
banner