Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 10. október 2017 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM í dag - Úrslitaleikur í Portúgal
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðustu níu leikir undankeppni HM fara fram í kvöld og er barist á nokkrum vígstöðvum.

Holland þarf sjö marka sigur gegn Svíþjóð til að hirða annað sæti A-riðils af frændum okkar, en Svíar þurfa aðeins jafntefli til að tryggja sig í efri styrkleikaflokk umspilsins.

Tapi Svíar í kvöld enda þeir í neðri styrkleikaflokknum og geta mætt liðum á borð við Ítalíu og Portúgal eða Sviss.

Frakkar þurfa þá sigur á heimavelli gegn Hvítrússum til að tryggja toppsæti riðilsins. Bregðist Frökkum bogalistin, eins og í markalausa jafnteflinu gegn Lúxemborg í september, eiga þeir möguleika á að tapa toppsætinu til Svía.

Spennan er mögnuð í B-riðli þar sem Evrópumeistararnir í Portúgal fá Svisslendinga í heimsókn. Portúgalir geta náð toppsætinu með sigri, en takist gestunum að næla sér í stig þurfa heimamenn að fara í umspil.

Í H-riðli þurfa Grikkir sigur gegn stigalausu botnliði Gíbraltar til að tryggja sér umspilssæti. Ef Gíbraltar nær stigi gegn Grikkjum getur Bosnía stolið öðru sætinu með sigri í Eistlandi.

A-riðill:
18:45 Holland - Svíþjóð (Stöð 2 Sport 4)
18:45 Frakkland - Hvíta-Rússland (Stöð 2 Sport 2)
18:45 Lúxemborg - Búlgaría

B-riðill:
18:45 Portúgal - Sviss (Stöð 2 Sport 3)
18:45 Ungverjaland - Færeyjar
18:45 Lettland - Andorra

H-riðill:
18:45 Grikkland - Gíbraltar
18:45 Eistland - Bosnía Hersegóvína
18:45 Belgía - Kýpur
Athugasemdir
banner