Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 10. október 2017 10:38
Elvar Geir Magnússon
Ungur leikmaður Chelsea með skot á félagið
Musonda fær ekki mörg tækifæri.
Musonda fær ekki mörg tækifæri.
Mynd: Getty Images
Hinn tvítugi Charly Musonda hefur komið með skot á sitt félag, Chelsea, fyrir að gefa ungum leikmönnum fá tækifæri.

Musonda sneri aftur á Stamford Bridge eftir lánsdvöl hjá Real Betis. Hann er talinn eiga bjarta framtíð en eins og margir ungir leikmenn hjá Chelsea í gegnum tíðina hefur honum reynst ákaflega erfitt að brjóta sér leið inn í aðalliðið.

Musonda notaði Instagram til að lýsa yfir pirringi sínum.

Hann birti svartan flöt með textanum: „Þú fórnar, þú leggur hart að þér, harðar, þú gefur meira en búist var við og oft meira en þú getur, vegna þess að þú elskar það sem þú gerir og klárlega meira en þú ættir. Og hvað færðu til baka? Hreinlega ekkert... búið."

Þá bætti hann við að hann ætlaði samt að halda áfram af sömu ákefð og skuldbindingu til leiksins.

Musonda skoraði í 5-1 sigri Chelsea gegn Nottingham Forest í deildabikarnum. Belgíski vængmaðurinn kom einnig inn í uppbótartíma í 3-2 tapi gegn Burnley í fyrsta leik tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner