Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 10. nóvember 2017 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pogba æfir með varaliði Man Utd
Mynd: Getty Images
Paul Pogba æfir þessa stundina með varaliði Manchester United, en þetta herma heimildir ESPN.

Pogba hefur misst af síðustu 12 leikjum United vegna meiðsla. Hann tognaði aftan í læri gegn Basel í Meistaradeildinni 12. september.

Vonir eru um það að Pogba geti byrjað að spila aftur með aðalliði Man Utd fljótlega eftir landsleikjahléið, en franski miðjumaðurinn hefur æft með varaliði félagsins í vikunni.

Jose Mourinho, stjóri United, hefur sent flesta aðalliðsleikmennina, sem eru ekki á leið í landsleiki, í frí. Á meðal þeirra leikmanna sem voru sendir í frí eru Chris Smalling, Ander Herrera, Juan Mata og miðjumaðurinn efnilegi Scott McTominay.

En Pogba var eftir á æfingasvæði United þar sem hann vonast til þess að ná leiknum gegn Newcastle þann 18. nóvember. Með honum á varaliðsæfingu voru Marcos Rojo og Michael Carrick.
Athugasemdir
banner
banner