Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 10. desember 2017 09:30
Kristófer Jónsson
Phil Neville: Antonio Conte þarf að hætta að væla
Mynd: Getty Images
Phil Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og Everton, er orðinn þreyttur á að hlusta á Antonio Conte kvarta undan leikjaálagi.

Conte hefur verið duglegur í viðtölum að benda á leikjaálagið í ensku deildinni, sérstaklega í kringum jólin, og var engin breyting þar á eftir tap liðsins gegn West Ham í gær.

„Þegar kemur að leikjaprógramminu hjá Chelsea voru þeir mjög heppnir í fyrra þar sem þeir voru ekki í Meistaradeildinni. Hann vælir endalaust um þreytu í liðinu en hann hefði þá bara þurft að stækka hópinn í sumarglugganum." sagði Neville um ummæli Conte.

Chelsea situr í þriðja sæti deildarinnar ellefu stigum á eftir toppliði Manchester City og er svo gott sem búið að stimpla sig útúr titilbarátunni.
Athugasemdir
banner
banner