Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 11. janúar 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
ÍBV skoðar norskan framherja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV fær norska framherjann Stale Steen Sæthre til sín á reynslu næstkomandi sunnudag. Þetta staðfesti Kristján Guðmundsson, þjálfari liðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Stale æfir með ÍBV í næstu viku og spilar með liðinu gegn FH í Fótbolta.net mótinu um aðra helgi.

Stale er 23 ára gamall en hann hóf meistaraflokksferil sinn hjá Stabæk þar sem hann lék þrjá leiki í úrvalsdeildinni.

Síðan þá hefur Stale leikið með Asker, Fyllingsdalen og Førde en síðast var hann hjá Lysekloster í norsku C-deildinni. Stale var markahæsti leikmaður liðsins á síðasta tímabili.

ÍBV hefur leik í Fótbolta.net mótinu á laugardag klukkan 10:00 en liðið mætir þá Breiðabliki í Fífunni. Leikurinn verður sýndur beint á sporttv.is.
Athugasemdir
banner
banner
banner