Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 11. janúar 2018 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kluivert segir frá samtali sínu við Mourinho
Justin Kluivert.
Justin Kluivert.
Mynd: Getty Images
Táningurinn Justin Kluivert hefur greint frá því hvað Jose Mourinho, stjóri Manchester United, sagði við hann eftir leik Ajax og United í úrslitum Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili.

Eftir leikinn, sem United vann 2-0, beindust sjónvarspmyndavélarnar og Kluivert og Mourinho sem ræddu saman.

Sögusagnir fóru strax á kreik um að Mourinho væri að reyna að fá Kluivert til Manchester United en strákurinn hefur núna komið fram og sagt að það sé ekki rétt.

Þeir ræddu um það þegar faðir Justin, Patrick Kluivert lék með Barcelona en þá var Mourinho aðstoðarstjóri Katalóníurstórveldsisins.

„Honum fannst gaman að hitta mig. Mourinho þekkti mig þegar ég var lítill og faðir minn spilaði fyrir Barcelona og hann var aðstoðarþjálfari," sagði Kluivert.

Justin Kluivert er aðeins 18 ára gamall en hann er farinn að spila reglulega með aðalliði Ajax.
Athugasemdir
banner
banner
banner