Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 11. febrúar 2016 14:32
Elvar Geir Magnússon
Hoffenheim ræður 28 ára aðalþjálfara (Staðfest)
Julian Nagelsmann.
Julian Nagelsmann.
Mynd: Getty Images
Julian Nagelsmann hefur tekið við sem aðaþjálfari Hoffenheom og er því yngsti þjálfari í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar, 28 ára. Hann tekur við af Huub Stevens sem þurfti að láta af störfum fyrr í vikunni vegna hjartavandamála.

Áður var frágengið að Nagelsmann myndi taka við frá og með næsta tímabili en þar sem Stevens sagði af sér var því flýtt.

Nagelsmann spilaði með unglingaliðum 1860 München og Augsburg áður en ferli hans lauk vegna erfiðra hnémeiðsla. Nagelsmann fór í þjálfun hjá Augsburg þar sem hann starfaði undir Thomas Tuchel, núverandi þjálfara Borussia Dortmund.

Nagelsmann bíður erfitt verkefni en Hoffenheim er í 17. sæti deildarinnar, sjö stigum frá öruggu sæti og fimm stigum frá 16. sæti sem gefur umspil um laust sæti í deildinni. Hoffenheim mætir Werder Bremen á laugardag.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner