Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 11. febrúar 2018 14:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingur Ó fær leikmenn frá Síerra Leóne og Gana (Staðfest)
Emmanuel Eli Keke hefur verið á reynslu hjá Bröndby í Danmörku.
Emmanuel Eli Keke hefur verið á reynslu hjá Bröndby í Danmörku.
Mynd: Víkingur Ó.
Ibrahim Sorie Barrie.
Ibrahim Sorie Barrie.
Mynd: Víkingur Ó.
Knattspyrnudeild Víkings frá Ólafsvík hefur samið við tvo afríska leikmenn um að spila með liðinu í sumar.

Um er að ræða Emmanuel Eli Keke, 22 ára Ganamann, og Ibrahim Sorie Barrie, einnig 22 ára frá Síerra Leóne.

Emmanuel kemur frá FC Dreams í heimalandi sínu. Hann getur bæði spilað sem miðjumaður og miðvörður í vörninni. Hann var áður á reynslu hjá Bröndby í Danmörku.

Ibrahim hittir fyrir fyrrum liðsfélaga sinn hjá Víkingi Ó., Kwame Quee, en þeir hafa áður leikið saman með FC Johansen í heimalandinu sem og með landsliði Síerra Leóne.

Ibrahim er varnarsinnaður miðjumaður.

Þeir eru báðir væntanlegir til landsins núna í febrúar og munu þeir leika með liðinu í Inkasso-deildinni í sumar eftir fall Ólsara úr Pepsi-deildinni síðasta sumar.

Víkingur Ó. býður þá báða velkomna til félagsins.

Víkingur Ó.

Komnir:
Gonzalo Zamorano Leon frá Hugin
Emmanuel Eli Keke frá Gana
Ibrahim Sorie Barrie frá Síerra Leóne

Farnir:
Farid Zato
Aleix Egea
Alfreð Már Hjaltalín í ÍBV
Cristian Martinez Liberato í KA
Egill Jónsson
Eivinas Zagurskas
Eric Kwakwa
Gabrielius Zagurskas
Guðmundur Steinn Hafsteinsson í Stjörnuna
Gunnlaugur Hlynur Birgisson í Víking R.
Kenan Turudija í Selfoss
Pape Mamadou Faye
Tomasz Luba hættur
Þorsteinn Már Ragnarsson í Stjörnuna
Athugasemdir
banner
banner