Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 11. mars 2018 12:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rússland: Íslendingalið Rostov gerði jafntefli við Zenit
Ragnar og Sverrir spiluðu báðir í þriggja manna vörn Rostov og leystu þeir verkefni sitt vel.
Ragnar og Sverrir spiluðu báðir í þriggja manna vörn Rostov og leystu þeir verkefni sitt vel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rostov 0 - 0 Zenit

Rússneska liðið Rostov fýlar að hafa íslenska leikmenn í sínum röðum. Í dag eru þrír Íslendingar á mála hjá félaginu og spiluðu þeir allir í dag er liðið mætti lærisveinum Roberto Mancini í Zenit.

Sverrir Ingi Ingason hefur verið lengst af Íslendingunum hjá Rostov en félagar hans í íslenska landsliðinu, Ragnar Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson komu í janúar. Rostov hefur líka verið á eftir Herði Björgvin Magnússyni en það hefur ekki tekist að lokka hann frá Bristol City á Englandi.

Í dag byrjuðu Sverrir, Ragnar og Björn og spiluðu þeir allir 90 mínútur í leiknum sem endaði markalaus.

Rostov byrjaði tímabilið vel en liðið er þessa stundina í 10. sæti með 26 stig úr 22 leikjum. Zenit er í þriðja sætinu.

Leikurinn í dag fór fram í borginni Rostov On Don en þar leikur Ísland við Króatíu á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner