Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 11. október 2017 12:15
Elvar Geir Magnússon
Guardian setur Ísland í 12. sæti á styrkleikalista fyrir HM
Icelandair
Íslenska landsliðið hefur verið magnað.
Íslenska landsliðið hefur verið magnað.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Eins og við greindum frá í morgun hafa 23 landslið tryggt sér sæti á HM í Rússlandi.

Guardian hefur til gamans sett upp sérstakan styrkleikalista sem settur er saman af þeim 23 þjóðum sem hafa tryggt sér sæti á mótinu. Þar er Ísland í 12. sæti.

„Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands telur að liðið mæti til Rússlands með sama möguleika á að vinna eins og hvert annað lið. Í dag þorir enginn að hlæja," segir í umsögn Guardian um Ísland.

Sagt er að mjög erfitt sé að leikgreina íslenska liðið.

„Stundum er munstur leikstílsins ekki augljós en leikmenn þekkja hvorn annan ótrúlega og sjálfstraust þeirra er ólýsanlegt. Þessir þættir, auk þess að hafa Gylfa Þór Sigurðsson sem getur gert gæfumuninn, gerir liðið líklegt til að slá aftur í gegn."

Guardian setur England í 13. sæti á styrkleikalistanum, sæti neðar en Ísland, en hér að neðan má sjá hvernig raðað er á listann.

1. Þýskaland
2. Brasilía
3. Spánn
4. Frakkland
5. Belgía
6. Portúgal
7. Argentína
8. Pólland
9. Mexíkó
10. Nígería
11. Úrúgvæ
12. Ísland
13. England
14. Egyptaland
15. Kólumbía
16. Serbía
17. Íran
18. Kosta Ríka
19. Japan
20. Rússland
21. Sádi-Arabía
22. Suður-Kórea
23. Panama

Smelltu hér til að skoða umfjöllun Guardian um styrkleikalistann.
Athugasemdir
banner