Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 11. nóvember 2017 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Angus Gunn valinn í A-landslið Englands
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur kallað markvörðinn Angus Gunn inn í enska landsliðshópinn.

Gunn er á láni hjá Norwich í Championship-deildinni frá Manchester City. Hann hefur spilaði 19 leiki í Championship á þessu tímabili.

Gunn tekur sæti Jack Butland í landsliðshópnum. Butland puttabrotnaði á landsliðsæfingu og verður hann frá í fjórar til sex vikur. Butland átti að byrja í leiknum gegn Þýskalandi í gær, en Jordan Pickford tók stöðu hans í leiknum sem endaði markalaus.

Nú hefur Southgate kallað Gunn inn í hópinn, en þetta vekur athygli þar sem Gunn hefur ekki enn spilað leik í ensku úrvalsdeildinni.

Gunn hefur þó spilað fyrir landslið Englands í öllum aldursflokkum og spilaði með U-21 árs landsliðinu í gær gegn Úkraínu.

England leikur gegn Brasilíu á þriðjudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner