Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 11. desember 2017 11:36
Magnús Már Einarsson
Kristján Atli: Aðalatriðið var að forðast Real og Bayern
Mynd: Getty Images
Kristján Atli Ragnarsson, stuðningsmaður Liverpool, var ánægður með dráttinn í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í dag.

Liverpool mætir Porto frá Portúgal en sterkari andstæðingar voru í boði í öðrum styrkleikaflokki í drættinum.

„Aðalatriðið var að forðast Real og Bayern úr potti 2 og það tókst," sagði Kristján Atli sáttur í samtali við Fótbolta.net.

Liverpool gat auk Real, Bayern og Porto mætt Basel eða Shakhtar Donetsk. Kristján vill ekki fagna of mikið þó að Liverpool hafi sloppið við Bayern og Real.

„Annars ertu í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og þar þýðir lítið að fagna andstæðingum því allir geta unnið alla."

„Liverpool fá Porto, heimsækja fallega borg í skemmtilegu landi og svo er seinni leikurinn á Anfield. Ég hlakka bara til og segi megi betra liðið vinna."


Leikirnir í 16-liða úrslitum
Juventus - Tottenham
Basel - Manchester City
Porto - Liverpool
Sevilla - Manchester United
Real Madrid - PSG
Shakhtar Donetsk - Roma
Chelsea - Barcelona
Bayern Munchen - Besiktas
Athugasemdir
banner
banner
banner