Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 12. febrúar 2018 19:30
Ingólfur Stefánsson
Kane of þybbinn fyrir Arsenal
Mynd: Getty Images
Liam Brady fyrrum yfirmaður knattspyrnuakademíunnar hjá Arsenal segir að félagið hafi neitað Harry Kane á sínum tíma vegna þess að hann þótti of þybbinn og ekki nógu íþróttamannslegur.

Brady segir að það hafi verið stór mistök en í dag spilar Kane fyrir erkifjendurna í Tottenham og er einn af bestu framherjum heims.

„Við létum hann fara því hann var of þybbinn og það voru mistök," sagði Brady,

„En meira að segja Tottenham lánuðu hann þrisvar eða fjórum sinnum. Hann hefur verið ákveðinn og er að byggja frábæran feril. Hann á alla þessa velgengni skilið."

„Hann er enn ungur og á bara eftir að bæta sig. Það er þannig sem hann er."


Kane hefur verið lykilmaður í liði Tottenham í ár líkt og undanfarin ár og verður í eldlínunni þegar liðið mætir Juventus í Meistaradeildinni annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner