Arda Guler á óskalista Liverpool - Fulham hefur áhuga á Chalobah - Hættir Man Utd við Branthwaite? - Velur Real Madrid fram yfir stórlið á Englandi
   mið 12. júní 2024 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísland í dag - Stjarnan heimsækir Þór fyrir norðan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Átta liða úrslit Mjólkurbikarsins halda áfram í kvöld með einum leik. Valur lagði Keflavík eftir vítaspyrnukeppni í fyrsta leik umferðarinnar um helgina.


Í kvöld fær Lengjudeildarlið Þórs Bestu deildarlið Stjörnunnar í heimsókn.

Tímabilið í Bestu deildinni hjá Stjörnunni hefur verið upp og ofan en liðið tapaði gegn Vestra í síðustu umferð eftir stórsigur gegn KA í þar síðustu umferð.

Þór fékk einnig skell í síðasta leik sínum en liðið tapaði þá 5-1 gegn Njarðvík. Sá leikur var 31. maí svo liðið hefur verið í 12 daga pásu þar sem leik liðsins gegn Grindavík var frestað.

Þá er leikur KFR og Mídas í 5. deild.

miðvikudagur 12. júní

Mjólkurbikar karla
18:00 Þór-Stjarnan (VÍS völlurinn)

5. deild karla - B-riðill
20:00 KFR-Mídas (SS-völlurinn)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner