Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 12. nóvember 2014 17:50
Elvar Geir Magnússon
Arnar Bragi og Rolf Toft til reynslu hjá Halmstad
Arnar Bragi Bergsson.
Arnar Bragi Bergsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska félagið Halmstad er að skoða leikmenn og hefur verið að fá menn til reynslu hjá sér síðustu daga.

Guðjón Baldvinsson og Kristinn Steindórsson hafa leikið með liðinu undanfarin ár en eru báðir farnir. Guðjón hefur samið við danska úrvalsdeildarliðið Nordsjælland.

Miðjumaðurinn Arnar Bragi Bergsson æfir með liðinu en samningur hans við ÍBV er útrunninn. Arnar er 21 árs miðjumaður sem lék 18 leiki með Eyjamönnum á liðnu tímabili.

Þá er danski sóknarmaðurinn Rolf Toft að æfa hjá Halmstad til reynslu en Toft reyndist Stjörnunni drjúgur í sumar og skoraði 6 mörk í 11 leikjum þegar Garðabæjarliðið tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.

Toft er 22 ára og var einnig til reynslu í Noregi á dögunum.

Halmstad hafnaði í tíunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á liðnu tímabili en fleiri leikmenn hafa komið til liðsins á reynslu síðustu daga.
Athugasemdir
banner
banner