Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 12. nóvember 2014 07:00
Elvar Geir Magnússon
Magnús Þórir og Frans með nýja samninga við Keflavík
Magnús Þórir Matthíasson með knöttinn.
Magnús Þórir Matthíasson með knöttinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bakvörðurinn Magnús Þórir Matthíasson hefur framlengt samning sinn við Keflavík um tvö ár en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Magnús sem er 24 ára lék 24 leiki með Keflvíkingnum í sumar og skoraði í þeim tvö mörk.

Hann er uppalinn í Garðinum en spilaði fyrst fyrir meistaraflokk Keflavíkur árið 2007. Hann á að baki 103 leiki fyrir Keflavík þar sem hann hefur skorað 13 mörk.

Miðjumaðurinn Frans Elvarsson skrifaði nú fyrir helgi undir nýjan tveggja ára samning við Keflavík. Frans var samningslaus og hugsaði sér til hreyfings áður en hann ákvað loks að semja aftur við Keflvíkinga.

Frans hefur verið í þeirra herbúðum síðan árið 2011, en þessi 24 ára leikmaður lék áður með Njarðvíkingum og Sindra.
Athugasemdir
banner
banner
banner