Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 12. nóvember 2014 15:30
Elvar Geir Magnússon
Varane: Lét mig aldrei dreyma um að verða stjarna
Raphael Varane er ein af stjörnum Real Madrid.
Raphael Varane er ein af stjörnum Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Franski varnarmaðurinn Raphael Varane segir að líf sitt hafi gjörbreyst þegar hann gekk í raðir Real Madrid sem 18 ára strákur sumarið 2011. Hann er nú ein af stórstjörnum spænska boltans.

„Ég gerði mér engan veginn grein fyrir því hvernig þetta yrði fyrr en ég lenti á flugvellinum í Madríd og 60 fjölmiðlamenn biðu eftir mér. Ég komst fljótt að því að líf mitt væri orðið gjörbreytt," segir Varane.

„Ég var ekki búinn undir þetta og í sannleika sagt tók það mig tíma að venjast þessu. Ég var umkringdur stjörnum í klefanum og áhugi fjölmiðla gerði mig aðeins óöruggan."

Varane segist ekki hafa látið sig dreyma um að verða fótboltastjarna þegar hann var yngri heldur bara notið þess að spila leikinn.

„Þetta er eitthvað sem ég hafði aldrei ímyndað mér. Sem krakki hélt ég aldrei að þetta yrði framtíð mín. Ég naut þess bara að leika mér í fótbolta með vinum mínum. Ég þurfti að læra fljótt og gat ekki beðið liðsfélaga mína um treyjurnar þeirra," segir Varane.

„Ég þurfti að sýna að ég væri ekki fyrir neðan þá og væri nægilega góður til að vera hluti af þessum hóp."
Athugasemdir
banner
banner
banner