Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 13. janúar 2017 19:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Daily Mail 
Costa reifst við Conte og spilar ekki á morgun
Costa í klandri.
Costa í klandri.
Mynd: Getty Images
Daily Mail birtir í kvöld ansi áhugaverða frétt. Þar segir að sóknarmaðurinn Diego Costa, sem leikur með Chelsea, hafi rifist heiftarlega við stjóra sinn, Antonio Conte, og því muni hann ekki spila á morgun með liðinu gegn Englandsmeisturum Leicester City. Sky Sports greinir einnig frá.

Costa, sem er þekktur fyrir að vera skapstór, trúir því að hann sé meiddur í baki, en meðlimir í læknaliði Chelsea efuðust um meiðsli sóknarmannsins.

Conte tók undir með læknaliði sínu og það var Costa ekki sáttur með. Nú er framtíð þessa öfluga framherja sögð í óvissu, en þetta gæti orðið til þess að hann leiti sér að öðru liði.

Costa hefur verið að margra mati besti leikmaður Chelsea á þessu tímabili, en hann hefur skorað 14 mörk hingað til og verið mikilvægur í sóknarleiknum. Núna segja fréttir á Englandi að hann gæti verið á leið til Kína.

Chelsea var í leit að nýjum framherja til þess að vera til vara fyrir Costa, en nú gæti sá maður sem verður keyptur komið inn og leyst Costa af. Chelsea hefur verið orðað við Fernando Llorente, sóknarmann Swansea, og þá er Michy Batshuayi enn á mála hjá félaginu.

Chelsea er á toppi ensku deildarinnar og því er að mörgu leyti Costa að þakka. Ef hann myndi fara þá verður áhugavert að sjá hvernig Chelsea-liðið tekst á við það.



Athugasemdir
banner
banner
banner