Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 13. janúar 2017 14:00
Elvar Geir Magnússon
Murphy: Býst við að Pogba verði Liverpool erfiður
Pogba hefur átt fleiri sendingar á síðasta þriðjungi en nokkur annar leikmaður í deildinni síðustu tíu leiki.
Pogba hefur átt fleiri sendingar á síðasta þriðjungi en nokkur annar leikmaður í deildinni síðustu tíu leiki.
Mynd: Getty Images
„Ég býst ekki við öðru en að Pogba spili með sama hætti og hann hefur gert í margar vikur núna. Hann er mjög öruggur og drífandi og fer hátt upp völlinn með boltann til að særa mótherjana," segir Danny Murphy, sparkspekingur BBC og fyrrum leikmaður Liverpool.

Paul Pogba verður í eldlínunni með Manchester United í stórleiknum gegn Liverpool á sunnudag en þessi 23 ára franski miðjumaður hefur leikið frábærlega í sigurgöngu United að undanförnu.

„Tölfræði Pogba sýnir hvað hann hefur sífellt meiri áhrif í sóknarleik United. Hann og Zlatan Ibrahimovic hafa skapað frábæra samvinnu og virðast þekkja hvorn annan út og inn núna."

„Einhverjir gera þær væntingar til Pogba að hann sýni í leiknum gegn Liverpool af hverju hann er dýrasti leikmaður heims. Bestu leikmennirnir skína þegar stóra sviðið er dregið fram."

„Það sést á United að leikmönnum líður betur í sínu hlutverki en þeir gerðu í upphafi tímabils. Þetta kemur allt með tímanum. Pogba hefur orðið gríðarlega mikilvægur fyrir liðið og hefur sýnt hvað hann getur."

Murphy telur að leikurinn á Old Trafford á sunnudag sé mikilvægari fyrir United en Liverpool.

„Leikurinn er klárlega mikilvægari fyrir Manchester United því liðið nær að halda sigurgöngunni og meðbyrnum áfram með því að vinna og minnka bilið í efstu fjögur liðin," segir Murphy.
Athugasemdir
banner
banner
banner