Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 13. mars 2017 20:40
Elvar Geir Magnússon
Rautt og læti á Brúnni - Mourinho með bendingar til áhorfenda
Hiti á Brúnni!
Hiti á Brúnni!
Mynd: Getty Images
Það er markalaust á Stamford Bridge í hálfleik þar sem Chelsea og Manchester United eigast við í FA-bikarnum.

Dómgæslan er helsta umræðuefnið en Ander Herrera, miðjumaður Manchester United, fékk tvö gul spjöld frá Michael Oliver og þar með rautt. United mótmælti af krafti enda ansi strangur dómur frá manninum með flautuna.

Jose Mourinho er líflegur á hliðarlínunni en það þurfti að ganga á milli hans og Antonio Conte.

Þá eru einhverjir stuðningsmenn Chelsea duglegir að láta Mourinho heyra það. Heyrist meðal annars kallað "Fuck off Mourinho" og "Þú ert ekki sérstakur lengur". Mourinho hefur svarað með því að sýna þrjá fingur upp í stúkuna, til merkis um Englandsmeistaratitlana þrjá sem hann vann sem stjóri Chelsea.

Leikið er til þrautar í leiknum í kvöld en fylgst er með gangi mála í úrslitaþjónustu á forsíðu.



Athugasemdir
banner
banner