Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 13. mars 2018 10:26
Elvar Geir Magnússon
Kolbeinn lék 65 mínútur með varaliði Nantes
Icelandair
Kolbeinn lék í 65 mínútur fyrir varaliðið.
Kolbeinn lék í 65 mínútur fyrir varaliðið.
Mynd: Twitter
Íslenski sóknarmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson lék um helgina í 65 mínútur fyrir varalið Nantes sem vann 2-1 sigur gegn Changé.

Í umsögn á vefsíðunni planete-fcnantes.com segir að Kolbeinn hafi komið að öðru marki Nantes en annars hafi hann augljóslega verið ryðgaður, skiljanlega enda næstum tvö ár síðan hann lék síðast fyrir aðallið Nantes.

Kolbeinn hefur verið að glíma við erfið hnémeiðsli og segir á vefsíðunni að enn virðist vera talsvert í að hann komist í ásættanlegt stand fyrir frönsku úrvalsdeildina.

Hjörvar Hafliðason sagði í útvarpsþættinum Brennslunni í morgun að sögusagnir væru í gangi um að Kolbeinn gæti farið með íslenska landsliðinu í komandi verkefni í Bandaríkjunum.

Ísland mætir Mexíkó og Perú í vináttulandsleikjum 23. og 27. mars en íslenski hópurinn verður opinberaður á föstudaginn. Kolbeinn var lykilmaður á EM 2016 og skoraði sögulegt mark gegn Englandi.

Hann hefur verið á meiðslalistanum síðan mótið fór fram.

Hér að neðan má sjá mörkin úr þessum varaliðsleik en Kolbeinn kemur að aðdraganda fyrsta marksins.

Athugasemdir
banner
banner