Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 13. apríl 2018 19:10
Ingólfur Stefánsson
Svíþjóð: Arnór Ingvi spilaði fyrri hálfleikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Malmö gegn Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Fyrri hálfleikur var tíðindalítill og engin mörk voru skoruð. Arnór Ingvi var tekinn af velli í hálfleik.

Fyrsta mark leiksins kom á 76. mínútu þegar Behrang Safari, leikmaður Malmö, skoraði sjálfsmark. Í kjölfarið opnuðust flóðgáttir.

Carlos Strandberg jafnaði metinn einungis mínútu síðar og Alexander Jeremejeff kom þeim yfir á 84. mínútu.

Áður en dómarinn flautaði til leiksloka náði Maic Sema að jafna fyrir Sundsvall og leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Óttar Magnús Karlsson kom inná sem varamaður fyrir Trelleborg í 2-1 tapi gegn Örebrö. Óttar kom inná á 72. mínútu í stöðunni 2-1 en náði ekki að bjarga málunum fyrir Trelleborg.
Athugasemdir
banner