Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 13. október 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Valur.is 
Jón Aðalsteinn verður aðstoðarþjálfari kvennaliðs Vals
Jón Aðalsteinn Kristjánsson þjálfaði KF í 2. deildinni síðasta sumar.
Jón Aðalsteinn Kristjánsson þjálfaði KF í 2. deildinni síðasta sumar.
Mynd: KF
Jón Aðalsteinn Kristjánsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna og þjálfari 2. flokks kvenna hjá Val.

Jón Aðalsteinn er 38 ára gamall og hefur þjálfað í neðri deildum á Íslandi síðastliðin 14 ár, eða frá 24 ára aldri.

Jón hefur meðal annars þjálfað ÍH, Skallagrím og Hamar og er spenntur fyrir því að taka næsta skref á þjálfaraferlinum.

„Hér er allt til alls, aðstaðan er góð og það er metnaður til að ná árangri," sagði Jón í samtali við Val.is.

„Ég býst við að spila úrslitaleiki á hverju ári með Val. Ég á eftir að hitta leikmannahópinn en á ekki von á öðru en að hann sé fullur af fagfólki."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner