Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   mán 13. nóvember 2017 09:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vardy um Drinkwater: Vill klárlega spila fyrir þjóð sína
Drinkwater og Vardy eru fyrrum liðsfélagar.
Drinkwater og Vardy eru fyrrum liðsfélagar.
Mynd: Getty Images
Jamie Vardy segir að enginn vafi liggi á því að sinn fyrrum liðsfélagi, Danny Drinkwater, vilji spila aftur fyrir enska landsliðið.

Drinwater neitaði boði landsliðsþjálfarans, Gareth Southgate, að koma inn í landsliðshópinn fyrir vináttulandsleiki gegn Þýskalandi og Brasilíu, en það hefur valdið usla í fótboltasamfélaginu í Englandi.

Chris Sutton, fyrrum leikmaður Blackburn og Chelsea, skrifaði pistil um málið á vef Daily Mail sem vakti mikla athygli. Þar vildi hann meina að landsliðsferli Drinkwater væri lokið.

Drinkwater gekk í raðir Chelsea í sumar og hefur verið að glíma við meiðsli í byrjun tímabils.

„Hann hefur verið meiddur og þarf að koma sér aftur í leikform. Hann hefur verið að gera það undanfarnar vikur og hann verður að halda því áfram," sagði Vardy.

„Hann vill klárlega spila fyrir þjóð sína."
Athugasemdir
banner
banner
banner