Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 14. mars 2018 17:15
Hrafnkell Már Gunnarsson
Muller: Fólk elskar að kvarta
Mynd: Getty Images
Thomas Müller, sóknarmaður FC Bayern og þýska landsliðsins, telur VAR tæknina vera mikilvæga í fótbolta. Þrátt fyrir að tæknin hefur verið mjög umtöluð í Þýsklandi segir Müller tæknina vera nauðsynlega. VAR tæknin verður líklega notuð á HM í Rússlandi næsta sumar.

„Hugsaðu bara ef allar ákvaðarnir dómara væru réttar. Ég skil ekki hvernig fólk getur ekki verið sammála ef VAR tæknin verður gerð rétt. Sumir vilja ekki þessa tækni útaf hefðinni í fótboltanum. Þetta eru líklega þeir sömu og segja þýsku deildina vera leiðinlega, fólk elskar að kvarta yfir hlutunum," sagði Thomas Müller.

Müller hefur skorað 10 mörk samtals á síðustu tveimur Heimsmeistaramótum og hefur alltaf verið mjög heitur með landsliði Þýsklands.

„Ég er stend í liði með VAR tækninni, tel þetta vera mjög gott tæki fyrir dómara," sagði Thomas Müller að lokum.
Athugasemdir
banner
banner