Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 14. apríl 2018 15:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Æfingaleikir: Atli Viðar með þrennu í sigri á Leikni R.
Atli Viðar gerði þrennu gegn Leikni.
Atli Viðar gerði þrennu gegn Leikni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rick Ten Voorde var á skotskónum.
Rick Ten Voorde var á skotskónum.
Mynd: Getty Images
Marc McAusland, fyrirliði Keflavíkur.
Marc McAusland, fyrirliði Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Það eru aðeins tvær vikur í að Pepsi-deild karla hefjist. Lið deildarinnar eru á fullu að undirbúa sig.

FH tefldi fram eiginlegu varaliði gegn Leikni úr Breiðholti en vann 3-1 sigur. Reynsluboltinn Atli Viðar Björnsson skoraði þrennu fyrir FH-inga og hann virðist vera í góðu formi.

Keflavík lagði ÍBV 1-0 með marki fyrirliðans Marc McAusland og Víkingur Reykjavík lagði HK 2-0 þar sem Rick Ten Voorde, kallaður Rikki T, skoraði fyrra markið.

Fótbolti.net spáir Keflavík og Víkingi R. neðstu tveimur sætum Pepsi-deildarinnar í sumar.

Leiknir R. 1 - 3 FH
Mörk FH: Atli Viðar Björnsson 3

Keflavík 1 - 0 ÍBV
1-0 Marc McAusland

HK 0 - 2 Víkingur R.
0-1 Arnþór Ingi Kristinsson
0-2 Rick Ten Voorde

Sjá einnig:
Arnþór og Davíð Atla: Treysta á að Rikki T hrökkvi í gang






Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner