Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 14. apríl 2018 20:41
Gunnar Logi Gylfason
England: Verður Man City meistari á morgun?
Mynd: Getty Images
Tottenham 1-3 Man City
0-1 Gabriel Jesus (22')
0-2 Ilkay Gündogan, víti (25')
1-2 Christian Eriksen (42')
1-3 Raheem Sterling (72')

Tottenham tók á móti Manchester City ensku úrvalsdeildinni en leiknum lauk rétt í þessu.

City hefur átt hræðilega viku þar sem liðið tapaði tveimur leikjum gegn Liverpool og datt þar með út úr Meistaradeildinni en á milli þeirra leikja átti liðið leik gegn Manchester United þar sem liðið hefði getað tryggt sér Englandsmeistaratitilinn en tapaði 2-3 eftir að hafa komist 2-0 yfir.

Það er greinilegt að City ætlar sigra deildina sem fyrst og þeir ætluðu alls ekki að tapa fjórða leiknum í röð.

Tvö mörk um miðjan fyrri hálfleikinn kom gestunum frá Manchester í þægilega stöðu en mörkin skoruðu Gabriel Jesus og Ilkay Gündogan en seinna markið var úr víti.

Daninn Christian Eriksen minnkaði muninn fyrir heimamenn rétt fyrir hálfleik og hefur vafalítið farið um stuðningsmenn Manchester City.

Raheem Sterling bætti við marki fyrir gestina á 72. mínútu og kom liðinu þar með í 1-3.

Ekki var meira skorað og getur Manchester City orðið Englandsmeistari á morgun ef Manchester United tapar gegn West Bromwich Albion.

Ef það gerist ekki þá getur City tryggt sér titilinn gegn Swansea um næstu helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner