Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 14. apríl 2018 14:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Andri Rúnar sýndi gæði sín og skoraði þrennu
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Markamaskínan Andri Rúnar Bjarnason fór á kostum í sínum öðrum deildarleik í Svíþjóð í dag.

Hann var í byrjunarliðinu hjá Helsingborg sem heimsótti Frej í sænsku B-deildinni.

Helsingborg komst yfir eftir stundarfjórðung en rétt fyrir leikhlé var Andri Búinn að opna markareikning sinn í deildinni. Í upphafi seinni hálfleiksins kom hann Helsinborg í 3-1 eftir að Frej hafði minnkað muninn undir lok fyrri hálfleiksins.

Helsingborg komst í 4-1 áður en Andri Rúnar bat lokahnútinn með fimmta mark Helsinborg og þriðja marki sínu.

Andri Rúnar heldur áfram að raða inn mörkum. Hann var markakóngur Íslandsmótsins í fyrra með 19 mörk. Hann jafnaði markametið í efstu deild.

Andri var ekki í síðasta landsliðshóp sem fór í æfingaferð til Bandaríkjanna en hann er ekki búinn að gefa HM-drauminn upp á bátinn.

Sjá einnig:
Draumaliðsdeildin - Andri Rúnar velur sitt lið





Athugasemdir
banner