Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 14. október 2014 10:27
Magnús Már Einarsson
KSÍ fær alls konar skilaboð eftir sigurinn
Icelandair
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Síminn hefur ekki stoppað á skrifstofu KSÍ í morgun eftir 2-0 sigur Íslands á Hollandi í gær.

Fólk víðsvegar af úr heiminum hefur sent hamingjuóskir, bæði fólk úr knattspyrnuhreyfingunni sem og aðrir.

,,Það er búið að hringja töluvert og við höfum fengið mikið af tölvupóstum og smsum. Það eru margir sem sýna þessu mikinn áhuga og finnst þetta ótrúlegt afrek. Það er skiljanlegt," sagði Þórir Hákonarson framkvæmdstjóri KSÍ við Fótbolta.net í dag.

Þórir segist fá mörg skemmtileg skilaboð og margir vilja taka þátt í stemningunni.

,,Ég fékk til dæmis skeyti frá Belga í morgun sem vildi endilega komast í tengsl við íslenska stuðningsmenn. Hann var að horfa á leikinn í gær og dáðist að íslensku stuðningsmönnunum. Hann hafði ekki fylgst mikið með íslenska fótboltanum sagði hann en vildi ólmur koma á leik hjá liðinu," sagði Þórir.
Athugasemdir
banner
banner