Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 14. október 2017 15:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Watford og Arsenal: Enginn Alexis Sanchez
Mynd: Getty Images
Lokaleikurinn í ensku úrvalsdeildinni í dag er á milli Watford og Arsenal á Vicrage Road, heimavelli Watford.

Watford hefur 12 stig eftir sjö leiki en Arsenal er með einu stigi meira. Arsenal hefur verið á ágætis róli að undanförnu og það verður fróðlegt að sjá hvort þeir haldi áfram í dag.

Mesta athygli vekur að Alexis Sanchez er ekki með Arsenal í dag. Hann var í landsliðsverkefni með Síle og komst ekki aftur til Lundúna fyrr en á fimmtudaginn. Hann er því ekki með í dag.

Per Mertesacker er einnig í byrjunarliði Arsenal, en Özil, Walcott, Wilshere og Giroud eru á bekknum.

Watford gerir þrjár breytingar frá síðasta deildarleik sínum. Britos, Pereyra og Gray koma inn í byrjunarliðið.

Hér að neðan eru byrjunarliðin.

Byrjunarlið Watford: Gomes, Femenia, Mariappa, Britos, Holebas, Doucoure, Kabasele, Pereyra, Cleverley, Richarlison, Gray.
(Varamenn: Janmaat, Deeney, Wague, Watson, Carrillo, Capoue, Karnezis)

Byrjunarlið Arsenal: Cech, Koscielny, Mertesacker, Monreal, Bellerin, El Neny, Xhaka, Kolasinac, Iwobi, Welbeck, Lacazette.
(Varamenn: Wilshere, Ozil, Giroud, Ospina, Walcott, Holding, Coquelin)



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner