Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 14. október 2017 13:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mignolet snerti boltann oftar en Lukaku
Lukaku fann ekki taktinn.
Lukaku fann ekki taktinn.
Mynd: Getty Images
Óhætt er að segja að stórleikur Liverpool og Manchester United hafi ekki staðist þær væntingar sem gerðar voru til hans.

Ekkert mark var skorað á Anfield í dag.

Liverpool stjórnaði ferðinni og þeir fengu besta færi leiksins þegar rúmar 10 mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. David de Gea varði hins vegar meistaralega frá Joel Matip.

United snerti boltann ekki mikið í leiknum, en þeir vörðust nokkuð vel og héldu sterku sóknarliði Liverpool á núlli.

Athyglisverðasta tölfræðin úr þessum leik er líklega sú að Simon Mignolet, markvörður Liverpool, snerti boltann oftar en Romelu Lukaku fremsti maður Manchester United. Mignolet átti 27 snertingar á meðan Lukaku var aðeins með 22 snertingar.



Athugasemdir
banner
banner
banner