Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 15. mars 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
Besiktas fær ákæru eftir að köttur hljóp inn á
Mynd: Getty Images
Tyrkneska félagið Besiktas hefur fengið ákæru frá UEFA eftir að köttur hljóp inn á völlinn í leik liðsins gegn Bayern Munchen í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Micael Oliver, dómari leiksins, varð að stöðva leik þegar kötturinn kom inn á völlinn.

Aganefnd UEFA mun taka málið fyrir 31. maí en þá verður einnig tekin fyrir ákæra á hendur stuðningsmanna Besiktas sem köstuðu hlutum inn á völlinn í gær.

Bayern vann 3-1 í gærkvöldi og samanlagt 8-1.

Stuðningsmenn kusu köttinn sem mann leiksins hjá Bayern eins og sjá má hér að neðan!



Athugasemdir
banner
banner
banner