Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 15. apríl 2018 14:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Arsenal tapaði fimmta útileiknum í röð í Newcastle
Leikmenn Newcastle fagna sigurmarkinu.
Leikmenn Newcastle fagna sigurmarkinu.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger niðurlútur.
Arsene Wenger niðurlútur.
Mynd: Getty Images
Newcastle 2 - 1 Arsenal
0-1 Alexandre Lacazette ('14 )
1-1 Ayoze ('29 )
2-1 Matt Ritchie ('68 )

Newcastle bar sigurorðið af Arsenal í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Rafa Benitez og hans menn eru á miklu skriði þessa stundina og stefna bara upp á við.

Mjög góður fyrri hálfleikur
Fyrri hálfleikurinn var virkilega skemmtilegur. Bæði voru lífleg til að byrja með og fyrsta markið var komið eftir 14 mínútur. Alexandre Lacazette fékk að byrja frammi með Pierre Emerick Aubameyang og það var Lacazette sem skoraði fyrsta mark leiksins. Markið kom eftir undirbúning frá Aubameyang.

Það liðu 15 mínútur þangað til næsta mark lét sjá sig en það var skorað af Spánverjanum Ayoze Perez fyrir Newcastle, 1-1. Varnarmenn Arsenal sofnuðu á verðinum og Ayoze kláraði vel.

Staðan var 1-1 þegar Anthony Taylor, dómari leiksins flautaði til hálfleiks eftir fjörugan fyrri hálfleik.

Fjórði sigurinn í röð hjá Newcastle
Bæði lið höfðu unnið þrjá deildarleiki í röð fyrir leikinn í dag, en aðeins annað liðið átti möguleika á því að hald sigurgöngu sinni áfram. Í dag kom það í hlut Newcastle þar sem Matt Ritchie gerði sigurmarkið um miðjan seinni hálfleikinn.

Smelltu hér til að sjá afgreiðslu Ritchie.


Ritchie ætlar að reynast mikilvægur fyrir Newcastle en hann gerði einnig sigurmarkið gegn Manchester United fyrr á þessu tímabili.

Þetta er fjórði deildarsigur Newcastle í röð og er liðið í tíunda sæti með 41 stig, aðeins stigi á eftir Everton sem er í níunda sætinu. Arsenal hefur tapað fimm útileikjum í röð í deildinni en síðustu þrír leikir liðsins á undan þessum voru heimaleikir á Emirates. Arsenal er í sjötta sæti, tveimur stigum á undan Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hans í Burnley.





Athugasemdir
banner