Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 15. október 2016 09:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Bale vill fá jafnmikið borgað og Ronaldo
Powerade
Bale vill ekki fá minna borgað en Ronaldo
Bale vill ekki fá minna borgað en Ronaldo
Mynd: Getty Images
Næsti landsliðsþjálfari Skotlands?
Næsti landsliðsþjálfari Skotlands?
Mynd: Getty Images
Góða og gleðilega helgi kæru lesendur. Núna ætlum við að kíkja á allt það helsta úr slúðrinu. Njótið vel!



Gareth Bale (27) ætlar að krefjast þess að fá jafnmikið borgað og Cristiano Ronaldo (31) hjá Real Madrid, og búist er við því að launin hjá Walesverjanum gætu hækkað upp í 750 þúsund pund á viku. (The Times)

Isco (24), miðjumaður Real Madrid, sem hefur verið orðaður við Tottenham, hefur ekki áhuga á því að yfirgefa spænsku risanna í janúar, en þetta segir faðir leikmannsins. (Calciometro)

Memphis Depay (22), vængmaður Manchester United, hefur vakið áhuga hjá Wolfsburg og þýska félagið gæti reynt að fá hann í janúar. (Bild)

Manchester United er í vandræðum með að losa sig við bakvörðinn Matteo Darmian (26), og til að bæta gráu ofan á svart þá gæti helsta skotmarkið, hann Fabinho (22) hjá Monaco reynst of dýr. (Goal)

N'Golo Kante (25), miðjumaður Chelsea, mun fara frá Lundúnarfélaginu til þess að ganga til liðs við risastórt félag í Evrópu, en þetta segir fyrrum þjálfari hans hjá Caen í Frakklandi. (ESPN)

Á meðan vonast bláliðar til þess að semja við Boubacar Kamara (16), varnarmann Marseille. (Sun)

Gerard Deulofeu (22), kantmaður Everton, vill ekki útiloka það að snúa aftur til Barcelona. Hann lék með Börsungum áður en hann gekk til liðs við Everton. (Mundo Deportivo)

Stjóri Sunderland, David Moyes, segist vilja þjálfa skoska landsliðið einn daginn. (Daily Mail)

Gustavo Poyet, fyrrum stjóri Sunderland, trúir því að það þurfi eitthvað að breytast í kjarna félagsins. (Guardian)

Bayern München og Real Madrid vonast bæði til þess að kaupa Vincent Thill (16), en hann er á mála hjá Metz í Frakklandi. Hann er búinn að leika fjóra landsleiki fyrir Lúxemborg. (Footmercato)

Rafa Benitez, stjóri Newcastle, býst við því miðjumaðurinn Jonjo Shelvey (24) muni snúa aftur í enska landsliðið. (Newcastle Chronicle)

Búlgarska goðsögnin Hristo Stoichkov segist alltaf hafa vitað það að Pep Guardiola og Ronald Koeman yrðu góðir stjórar. Stoichkov spilaði með þeim báðum hjá Barcelona á sínum tíma. (Telegraph)

Liverpool mun bjóða sóknarmanninum Ben Woodburn (17) atvinnumannasamning sem gildir næstu þrjú árin. (Liverpool Echo)
Athugasemdir
banner
banner