Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   sun 15. október 2023 16:26
Ívan Guðjón Baldursson
Eyjólfur Héðins nýr aðstoðarþjálfari Breiðabliks (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyjólfur Héðinsson hefur verið ráðinn sem nýr aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Breiðabliki.

Eyjólfur tekur til starfa eftir að gamli aðstoðarþjálfarinn Halldór Árnason var ráðinn í starf aðalþjálfara Breiðabliks eftir brottrekstur Óskars Hrafns Þorvaldssonar, sem gæti verið að taka við Haugesund í Noregi.

Eyjólfur var ráðinn inn í þjálfarateymi Breiðabliks í fyrra og er hann þjálfari sem leggur sérstaka áherslu á að þróa unga leikmenn sem eru að taka sín fyrstu skref með meistaraflokki félagsins.

   18.11.2022 10:44
Eyjólfur Héðins tekur við starfi hjá Breiðabliki


Hann hefur verið mikilvægur hluti af þjálfarateymi meistaraflokks en Eyjólf þekkja flestir eftir að hann spilaði meðal annars fyrir Stjörnuna í efstu deild á Íslandi og GAIS, SönderjyskE og FC Midtjylland á Norðurlöndunum.

Eyjólfur er 38 ára gamall og lék hann 5 A-landsleiki fyrir Ísland á ferli sínum sem fótboltamaður.

„Knattspyrnudeild Breiðabliks býður Eyjólf velkominn til starfa í nýju hlutverki hjá félaginu okkar," segir meðal annars í tilkynningu frá Blikum.

Breiðablik á framundan leiki við Gent, Maccabi Tel Aviv og Zorya Luhansk í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, en liðið hefur tapað átta af síðustu tíu leikjum sínum í öllum keppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner