Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 15. nóvember 2017 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Piers Morgan hvetur Kane til að koma „aftur heim" í Arsenal
Harry Kane í Arsenal búning, hann er í neðri röð lengst til vinstri.
Harry Kane í Arsenal búning, hann er í neðri röð lengst til vinstri.
Mynd: Twitter
Breski sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hefur hvatt sóknarmanninn Harry Kane til að „koma heim" í Arsenal.

Erkifjendurnir Tottenham og Arsenal mætast um helgina í enska boltanum eftir landsleikjahlé.

Sky Sports hefur verið að hita upp fyrir leikinn og fékk Piers Morgan í upphitunarþátt, en Morgan er grjótharður stuðningsmaður Arsenal.

Morgan ákvað að nota tækifærið og senda skilaboð á Harry Kane, sóknarmann Tottenham.

„Harry Kane er magnaður. Í heimsklassa? Að mínu mati er hann í heimsklassa," sagði Morgan í þættinum.

„Sem betur fer hann svo góður að Barcelona eða Real Madrid mun kaupa hann næsta sumar, þannig að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af honum mikið lengur."

Morgan væri þó auðvitað til í að fá Kane í Arsenal, en Kane spilaði með barnaliðum Arsenal þegar hann var lítill.

„Við gerðum það með Sol Campbell og getum gert það aftur.
Harry Kane er Arsenal-maður og við munum fá hann aftur. Harry við þurfum þig. Komdu heim!"
sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner